Tilkynna lyfjaskort í gegn um forritunarskil
Lyfjastofnun býður upp á forritunarskil (API þjónustu) sem gerir fyrirtækjum kleift að senda inn lyfjaskortstilkynningar og sækja upplýsingar rafrænt. Þjónustunni er ætlað að gera ferlið skilvirkara og draga úr hnökrum í samskiptum. Einnig er hægt að eiga í samskiptum við fulltrúa Lyfjastofnunar beint í gegnum þjónustuna. API þjónustan er ókeypis og er valkvæð viðbót við hina hefðbundnu leið, þar sem tilkynningar eru sendar inn með umsóknareyðublaði á vef Lyfjastofnunar.
Auk þess að nýtast í tilkynningum um lyfjaskort býður API þjónustan upp á fleiri endapunkta sem tengjast ýmsum þáttum lyfjaskráningar og eftirlits. Fyrirtæki sem kjósa að nýta sér API þjónustuna geta þannig samþætt eigin kerfi við gagnagrunna Lyfjastofnunar, sjálfvirknivætt ferla og auðveldað miðlun upplýsinga á öruggan og skilvirkan hátt.
Hvernig á að fá aðgang að API þjónustunni?
Til að fá aðgang að API þjónustunni þurfa fyrirtæki að skrá sig sérstaklega og fá notendaupplýsingar afhentar frá Lyfjastofnun. Skráningin felur í sér að fylla út form þar sem nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið og tengiliði eru gefnar upp. Eftir að skráning er móttekin mun Lyfjastofnun veita aðgang að API þjónustunni.
Fyrirtæki sem vilja nýta sér API þjónustuna geta skráð sig og fengið aðgangsupplýsingar sendar.
Athugið að notkun þessarar þjónustu krefst tæknilegrar innleiðingar á vegum fyrirtækisins, þar sem kerfi þeirra þurfa að vera í stakk búin til að senda gögn í samræmi við forskrift API þjónustunnar. Þessi þjónusta er valkostur fyrir fyrirtæki sem vilja bæta skilvirkni í samskiptum sínum við Lyfjastofnun.
Spurningar og svör
API þjónusta Lyfjastofnunar er rafrænt samskiptakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að senda inn tilkynningar og sækja upplýsingar beint úr gagnagrunnum Lyfjastofnunar.
Tilgangurinn er að gera ferlið við tilkynningar um lyfjaskort skilvirkara, draga úr hnökrum og bæta samskipti við Lyfjastofnun.
Já, API þjónustan er ókeypis fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér hana.
Öll fyrirtæki, sem ber skylda til að tilkynna lyfjaskort til Lyfjastofnunar, svo sem markaðsleyfishafar og lyfjaheildsölur, geta nýtt sér API þjónustuna.
Fyrirtæki þurfa að þróa eigin hugbúnaðarlausn sem samþættir kerfi þeirra við API þjónustuna. Þetta felur í sér að senda þarf gögn í samræmi við forskrift API þjónustunnar.
Fyrirtæki þurfa að skrá sig með því að fylla út skráningarform. Skráningarsíðuna má finna hér.
Já, umsóknareyðublað á vef Lyfjastofnunar er í boði fyrir þau fyrirtæki sem kjósa að nota hefðbundna aðferð við að tilkynna lyfjaskort.
Fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar um tengilið og tæknilegan tengilið til að fá aðgang að API þjónustunni.
API þjónustan býður upp á fjölbreytta endapunkta, þar á meðal fyrir tilkynningar um lyfjaskort, lyfjaskráningar, eftirlit og fleira.
Fjórir endapunktar tengjast lyfjaskorti.
- Til að senda inn lyfjaskortstilkynningu
- Til að senda uppfærlsu á upplýsingum í lyfjaskortstilkynningu
- Til að senda inn athugasemd vegna tilkynningar
- Til að sækja upplýsingar um ákveðna tilkynningu
Nei, API þjónustan nær yfir marga aðra endapunkta sem tengjast lyfjaskráningu, eftirliti og miðlun gagna frá Lyfjastofnun.
Kostirnir eru meðal annars aukin skilvirkni, sjálfvirknivæðing ferla, örugg miðlun upplýsinga og færri hnökrar í samskiptum við Lyfjastofnun.
Fyrirtæki þurfa að hafa tæknilega getu til að innleiða lausn sem getur sent gögn í samræmi við forskrift API þjónustunnar.
Já, notkun API þjónustunnar krefst auðkenningar með Bearer Authentication.
Já, fyrirtæki eru hvött til að prófa samþættingu sína ítarlega áður en þjónustan er tekin í notkun. Þegar aðgangur er veittur að vefþjónustunni er veittur aðgangur að prófunarumhverfi samhliða.
Já, API þjónustan er hönnuð þannig að hún uppfylli allar kröfur um persónuvernd og örugga miðlun upplýsinga. Upplýsingar sem berast í gegnum vefþjónustu eru ekki geymdar með öðrum hætti en þær upplýsingar sem berast á eyðublaði.
Gögnin eru varðveitt í öruggum gagnagrunnum Lyfjastofnunar og fylgja ströngum reglum um gagnavinnslu.
API þjónusta tengd lyfjaskorti er ætluð þeim fyrirtækjum sem ber skylda til að tilkynna lyfjaskort til Lyfjastofnunar.
Já, fyrirtæki geta notað API þjónustuna til að sjálfvirknivæða uppfærslu gagna, sem getur sparað tíma og dregið úr handavinnu og tímasóun.
API þjónustan er byggð á Open API 3.0 forskriftinni og skjölun hennar eru aðgengileg í gegnum Swagger.