Markaðsleyfishafar og umboðsmenn
Markaðsleyfishöfum ber að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort til Lyfjastofnunar. Tilkynningar skulu berast að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en lyfið fer að skorta eða eins fljótt og auðið er í sérstökum aðstæðum.
Rafræn tilkynning um lyfjaskort
Annars vegar er hægt að fylla út rafrænt eyðublað sem er aðgengilegt á vef Lyfjastofnunar. Ef senda þarf inn nýjar upplýsingar, svo sem um breyttar dagsetningar vegna lyfjaskorts sem þegar hefur verið tilkynntur, skal senda þær upplýsingar á netfangið [email protected]. Til að tilkynna lyfjaskort í gegnum rafrænt eyðublað þarf starfsmaður fyrirtækis að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
Hins vegar er hægt að notast við forritunarskil (API tengingu) sem tengjast beint í kerfi stofnunarinnar. Nánari upplýsingar má finna hér.
Almenningur
Hér fyrir neðan getur almenningur sent Lyfjastofnun nafnlausa ábendingu um lyfjaskort. Upplýsingar um lyfjaskort veita yfirsýn og gera Lyfjastofnun kleift að grípa til ráðstafana þegar þess gerist þörf.