16. janúar 2026
Báðar pakkningar af markaðsetta lyfinu Suboxone tungurótartöflum eru ófáanlegar hjá heildsala. Ástæður skortsins eru ekki sér íslenskar en lyfið er ófáanlegt víða í Evrópu, þar sem framleiðandi hefur ákveðið að taka lyfið af markaði í þó nokkrum löndum í Evrópu.
Heildsalan Distica mun útvega undanþágulyfið Buprenofina + Naloxona eins fljótt og hægt er.