Zypadhera og Zypadhera (Lyfjaver)

Allar pakkningar af markaðsettu lyfjunum Zypadhera og Zypadhera (Lyfjaver) eru ófáanlegar. Ástæður skortsins eru ekki sér íslenskar en lyfið er ófáanlegt víða í Evrópu, sjá hér upplýsingar frá Evrópsku lyfjastofnuninni.

2. júlí 2025

Vegna skorts á skráðu lyfjunum Zypadhera og Zypadhera (Lyfjaver) heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir markaðsettu lyfin í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Zypadhera  300 mg, vnr. 999807 og Zypadhera 405 mg, vnr. 999185. Markaðsleyfishafi lyfjanna er Cheplapharm en undanþágulyfin koma frá Slóvakíu. Heildsalan Lyfjaver sér um dreifingu.
  • Zyprexa Relprevv 300 mg, vnr. 958357 og Zyprexa Relprevv 405 mg, vnr. 965815. Markaðsleyfishafi lyfjanna er Pharmaco (Ástralía) Ltd. en undanþágulyfin koma frá  Ástralíu. Heildsalan Distica sér um dreifingu.

Gildistími heimildar til að breyta lyfjaávísun fyrir Zypadhera og Zypadhera (Lyfjaver) í undanþágulyf má finna í töflu á vefsíðu Lyfjastofnunar hér.

Heimild til útskipta er eitt af þeim úrræðum sem hægt er að beita til að draga úr áhrifum lyfjaskorts á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Heimildin er veitt að undangengnu mati á öryggi við slíka breytingu. Úrræðið er einungis notað í sérstökum tilvikum þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn.           

Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi og sé í erlendum pakkningum þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Lyfið er H-merkt og er eingöngu ætlað til notkunar á heilbrigðsstofnunum.

Síðast uppfært: 2. júlí 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat