Árétting vegna Plaquenil – lyfið er Z-merkt

Í lok mars var lyfið Plaquenil Z-merkt og birtust þær upplýsingar í lyfjaverðskrá aprílmánaðar. Þar með gildir að ávísun lyfsins er nú bundin við sérfræðinga í gigtarlækningum, húðlækningum, ónæmislækningum og smitsjúkdómalækningum. Þetta er liður í aðgerðum til að koma í veg fyrir skort á lyfinu.

Áfram gilda fyrri ákvarðanir sem greint var frá hér á vefnum 24. mars sl. Þetta á m.a. við um lyfjaskírteini fyrir þá sem eru í langtímameðferð með lyfinu, og að aðeins sé heimilt að afhenda sem samsvarar 30 daga skammti hvers sjúklings samkvæmt lyfjaávísun læknis.

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat