Fréttir

Lyf við skordýrabiti í lausasölu

25.6.2019

Skordýrabit hafa verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við bit frá lúsmýi. Við óþægindum sem verða af völdum skordýrabita fást nokkur lyf í lausasölu í apótekum. Lausasölulyf eru lyf sem fást án ávísunar læknis í apóteki.

Lyfjastofnun býður ekki upp á einstaklingsbundna lyfjaráðgjöf né sjúkdómsgreiningu. Hægt er að leita ráða varðandi óþægindi sem verða af völdum skordýrabita hjá lækni. Lyfjafræðingar í apótekum geta sömuleiðis veitt ráðleggingar varðandi lausasölulyf.

Staðdeyfandi

Lídókaín er staðdeyfilyf sem veldur tímabundinni blokkun á útbreiðslu taugaboða. Það er fáanlegt í lausasölu sem smyrsli.

Barksterar (Kortikósteróíðar)

Hýdrókortisón er barksteralyf með væga verkun og er notað staðbundið útvortis til þess að draga úr bólgum, kláða og ofnæmiseinkennum.

Andhistamín

Andhistamín blokkar verkun histamíns í líkamanum. Hægt er að kaupa slík lyf í lausasölu sem töflur. Athugið að ekki eru allar pakkningar lausasölupakkningar.

Töflur:


Sjá einnig frétt landlæknis um lúsmý á Íslandi.

Til baka Senda grein