Ný lyf á markað 1. apríl 2018

Ný lyf sem komu á markað 1. apríl 2018

Brimonidin Bluefish, augndropar, lausn. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af brimonidin tartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. Hjálparefni með þekkta verkun er benzalkonklóríð 0,05mg/ml. Lyfið er ætlað til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá sjúklingum með hægfara gláku (open angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Citalopram PCD, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,495, 24,99 eða 49,98 mg af citalopram hýdróbrómíði sem jafngildir 10, 20 eða 40 mg af citaloprami. Lyfið er ætlað til meðferðar við alvarlegum þunglyndislotum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dexamethasone Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 4 mg af dexamethasoni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til notkunar við hinum ýmsu sjúkdómum en lyfið hefur bólgueyðandi, ofnæmisbælandi, hitalækkandi og ónæmisbælandi eiginleika. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Gardasil 9, stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu. Lyfið inniheldur L1 prótein mannapapillomaveiru af gerð 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 framleidd með raðbrigða erfðatækni. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar einstaklinga frá 9 ára aldri gegn eftirfarandi HPV sjúkdómum: Forstigsbreytingum krabbameins og krabbameini í leghálsi, sköpum, leggöngum og endaþarmi af völdum sömu HPV-veirutegunda og bóluefnið inniheldur. Kynfæravörtum (Condyloma acuminata) sem orsakast af tilteknum HPV-gerðum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ilaris, stungulyf, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 150 mg af canakinumabi. Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausn 150 mg af canakinumabi. Lyfið er ætlað til meðferðar við lotubundnum hitaheilkennum (periodic fever syndromes), CAPS heilkenni (cryopyrin-associated periodic syndromes), TRAPS heilkenni (tumor necrosis factor receptor associated periodic syndrome), HIDS heilkenni (hyperimmunoglobulin D syndrome)/MKD (mevalonate kinase deficiency), arfgengri Miðjarðarhafssótt (familial Mediterranean fever – FMF), Stillssjúkdómi og þvagsýrugigt. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í gigtarlækningum og ónæmisfræði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Irinotecan Actavis, innrennslisþykkni, lausn. Einn ml af þykkni inniheldur 20 mg af írínótekanhýdróklóríðþríhýdrati, sem jafngildir 17,33 mg/ml af írínótekani. Hvert 25 ml hettuglas inniheldur 500 mg af írínótekanhýdróklóríðþríhýdrati. Hjálparefni með þekkta verkun er Sorbitól E420. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með krabbamein í ristli/endaþarmi. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nimvastid, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur rivastigminhýdrógentartrat sem jafngildir 1,5 mg, 3 mg, 4,5 mg eða 6 mg af rivastigmini. Lyfið er ætlað við meðferðar gegn einkennum vægs til í meðallagi alvarlegs Alzheimerssjúkdóms. Lyfið er einnig notað í meðferð gegn einkennum vægra til í meðallagi alvarlegra vitglapa hjá sjúklingum með sjálfvakta Parkinsonsveiki. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nystimex, mixtúra, dreifa. 1 ml inniheldur 100.000 a.e. nýstatín. Lyfið er ætlað til meðferðar við Candidasýkingar í munni og þörmum og sem viðbótarmeðferð með öðrum lyfjum til staðbundinnar notkunar sem innihalda nýstatín, til þess að koma í veg fyrir endursýkingu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ocrevus, innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 300 mg af ocrelizumabi í 10 ml, þ.e. styrkleikinn er 30 mg/ml. Endanlegur styrkleiki eftir þynningu er u.þ.b. 1,2 mg/ml. Ocrevus er ætlað til meðferðar fullorðinna sjúklinga með heila- og mænusigg með hléum (relapsing multiple sclerosis, RMS) og til meðferðar fullorðinna sjúklinga með frumkomið síversnandi heila- og mænusigg (primary progessive multiple sclerosis, PPMS). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Pemetrexed Accord, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 500 mg af pemetrexedi sem pemetrexed dínatríum hemipentahýdrat. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar við lungnakrabbameini. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundið við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quetiapin Krka, forðatafla. Hver forðatafla inniheldur 50 mg, 150 mg, 200 mg eða 300 mg af quetiapini sem quetiapin hemifúmarat. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi og natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa, við geðhvarfasýki og sem viðbótarmeðferð við alvarlegum þunglyndislotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi (Major Depressive Disorder [MDD]) sem ekki hafa svarað nægilega vel meðferð við þunglyndi með einu lyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rosuvastatin Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg, 10 mg, 20 mg eða 40 mg af rosuvastatini sem rosuvastatínkalsíum. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við kólesterólhækkun í blóði og til að fyrirbyggja hjarta og æðasjúkdóma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rydapt, mjúkt hylki. Hvert mjúkt hylki inniheldur 25 mg midostaurin. Hjálparefni með þekkta verkun eru etanól og macrogolglycerol hydroxystereat. Lyfið er notað í meðferð við hvítblæði. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Temozolomide Accord, hart hylki. Hvert hart hylki inniheldur 100 mg eða 250 mg af temózólomíð. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til krabbameinslyfjameðferðar. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísunlyfsins bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Voriconazole Accord, filmuhúðuð tafla, Hver tafla inniheldur 50 mg eða 200 mg vórikónazól. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar sveppasýkingum og sem fyrirbyggjandi meðferð gegn ífarandi sveppasýkingu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt.

 

Dýralyf

BROADLINE, blettunarlausn handa köttum. Hver stakskammtari gefur 24,9 mg eða 74,7 mg Fipronil, 30 mg eða 90 mg (S)-metopren, 1,2 mg eða 3,6 mg Eprinomectin og 24,9 mg eða 74,7 mg Praziquantel. Hjálparefni með þekkta verkun er Bútýlhýdroxýtólúen. Lyfið er handa köttum sem eru með eða eru í hættu á að fá blandað sníkjudýrasmit af völdum bandorma, þráðorma og útvortis sníkjudýra (ectoparacites). Dýralyfið er eingöngu ætlað til notkunar þegar veita á meðferð við öllum þremur flokkunum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Metrobactin vet, tafla. Hver tafla inniheldur 250 mg af Metronidazóli. Lyfið er handa hundum og köttum og er notað í meðferð við sýkingum í meltingarvegi af völdum Giardia spp. og Clostridia spp. (þ.e. C. Perfringens eða C.difficile). Lyfið er einnig notað í meðferð við sýkingum í þvagfærum, munnholi, hálsi og húð af völdum algjörlega loftfirrtra baktería (t.d Clostridia spp.) sem eru næmar fyrir metronidazóli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nexgard Spectra, tuggutöflur fyrir hunda. Hver tuggutafla inniheldur 9,375 mg, 18,75 mg, 37,5 mg, 75 mg eða 150 mg Afoxolaner og 1,875 mg, 3,75 mg, 7,5 mg, 15 mg eða 30 mg Milbemýsínoxím. Lyfið er notað í meðferð gegn flóa- og blóðmítlasmiti hjá hundum þegar fyrirbyggjandi meðferð gegn hjartaormaveiki (Dirofilara immitis lifur), angiostrongylosis (fækkun á magni óþroskaðra fullvaxinna (L5) og fullvaxinna Angiostrongylus vasorum) og/eða meðferð gegn þráðormasmiti í meltingarvegi á einnig við. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

 

Síðast uppfært: 6. apríl 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat