Ný lyf á markað 1. desember 2017

Ný lyf sem komu á markað 1. desember 2017  

Dolorin, tafla. Hver tafla inniheldur 500 mg af paracetamóli. Lyfið er ætlað til meðferðar við vægum til miðlungs miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu), og vægum til miðlungs miklum höfuðverk. Lyfið er einnig til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur og sem einkennameðferð við kvefi og flensu. Lyfið er bæði fáanlegt gegn lyfseðli og í minni pakkningum án lyfseðils. 

Recicort vet, eyrnadropar, lausn handa hundum og köttum. Lyfið inniheldur 1,77 mg tríamkínólónasetóníð og 17,7 mg salisýlsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar við einkennum flösuexems í ytra eyra og hlustarbólgu (otitis externa) hjá hundum og köttum. Lyfið er lyfseðilskylt. 

Tadalafil Actavis, filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur 20 mg af tadalafili. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa einhýdrat. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum og er lyfseðilskylt. Lyfið er ekki ætlað konum.

Tadalafil Krka, filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur 10 eða 20 mg af tadalafili. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum og er lyfseðilskylt. Lyfið er ekki ætlað konum.

XELJANZ ▼filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur tofacitinibsítrat sem samsvarar 5 mg af tofacitinibi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. XELJANZ notað samhliða metótrexati (MTX) er ætlað til meðferðar við miðlungs alvarlegri eða alvarlegri virkri iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa ekki svarað nægilega vel eða hafa óþol fyrir einu eða fleirum sjúkdómshemjandi gigtarlyfjum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í gigtarsjúkdómum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zavicefta ▼stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur ceftazidim pentahydrat sem jafngildir 2 g ceftazidimi og avibactam natríum sem jafngildir 0,5 g avibactam. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Zavicefta er ætlað til meðferðar á sýkingum hjá fullorðnum. Taka þarf tillit til opinberra leiðbeininga um viðeigandi notkun sýklalyfja. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilskylt.

Síðast uppfært: 20. desember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat