Skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun

Þann 1. janúar síðastliðinn gengu í gildi skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun. Þær eru gerðar til samræmis við erindisbréf forstjóra frá 2015 um megináherslur í starfsemi stofnunarinnar, sem og nýmótaða stefnu Lyfjastofnunar til ársins 2021. 

Sem fyrr eru tvö meginsvið grunnstoðir stofnunarinnar, skráningar- og eftirlitssvið. Þrjár einingar styðja síðan við starfsemi þessara sviða, fjármálasvið, klínísk deild og upplýsingadeild.  Að auki eru skrifstofa forstjóra og framkvæmdaráð sem vinnur með forstjóra að almennri stjórnun og rekstri stofnunarinnar, þar með talið ákvörðunartöku um innri málefni og eftirfylgni verka.

Innan skráningarsviðs og eftirlitssviðs eru eftirfarandi starfseiningar:

 

  • Matsdeild, markaðsleyfadeild og verkefnastjórnunarteymi á skráningarsviði.
  • Markaðseftirlitsdeild, lyfjaöryggisdeild, og GxP- og lækningatækjadeild á eftirlitssviði.

 

Skipulagsbreytingunum er ætlað að auka yfirsýn með skýrari verkaskiptingu og styttri boðleiðum, auk þess sem ábyrgð verði ljósari og valddreifing meiri.

Nýja skipuritið hefur þegar gengið í gildi eins og fyrr segir, en breytingarnar munu verða innleiddar í nokkrum skrefum á þessu ári.  Skipuritið í pdf formi.  

 

 

Síðast uppfært: 3. janúar 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat