Endurskoðun hámarksverðs lyfja frá heildsölu

Hér er um annan hluta ræða sem snýr almennum lyfjum. Tímalínur endurskoðunar breyttar 

Annar hluti endurskoðunar hámarksðverðs lyfja mun ná til kostnaðarsamra almennra lyfja. Eftirfarandi almenn lyf sem ívilnun fæst fyrir samkvæmt verðlagsreglum, þ.e. 20% hærra verð umfram viðmið, verða ekki verðendurskoðuð: 

-  sýkingarlyf í ATC-flokkum innan J01  

- augnlyf innan ATC-flokksins S  

- lyf í lyfjaformum sem einkum eru ætluð fyrir börn, t.d. mixtúrur og endaþarmsstílar 

Tímalínur verðendurskoðunar eru breyttar frá því áður var greint frá. Þær eru nú eftirfarandi: 

  • Fyrirhugaðar ákvarðanir verða sendar til hagaðila fyrir miðjan ágúst og andmælaréttur verður veittur til 10. október. 
  • Fyrirhugað er að birta ný verð í lyfjaverðskrá 1. desember 2025. 

Síðast uppfært: 14. júlí 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat