Endurskoðun hámarksverðs lyfja frá heildsölu

Hjá Lyfjastofnun stendur til að endurskoða verð á lyfseðilsskyldum lyfjum fyrir menn. Þetta verður gert í tvennu lagi. Fyrsti hluti snýr að lyfjum sem eru leyfisskyld en samningur um kaup hjá Landspítala liggur ekki fyrir. Annar hluti snýr að almennum kostnaðarsömum lyfjum

Fyrirkomulag verðendurskoðunar 2025

Endurskoðun hámarksverðs lyfja frá heildsölu er skoðað með hliðsjón af verði sömu lyfja í viðmiðunarlöndum. Verðendurskoðun byggir á 1. mgr. 72. gr. lyfjalaga, 7. gr. reglugerðar um verðlagningu lyfja og greiðsluþátttöku í lyfjum, og vinnureglu Lyfjastofnunar um ákvörðun heildsöluverðs á lyfjum.

Miðað verður við verð í lyfjaverðskrá og lyfjaverðskrárgengi þann 1. maí 2025.

Verð vörunúmera með enga veltu árið 2024 verður ekki endurskoðað, heldur er miðað við upplýsingar um selt magn frá heildsölu það ár.

Verðendurskoðun fer fram í tvennu lagi

Fyrsti hluti nær til leyfisskyldra lyfja þar sem ekki liggur fyrir samningur um kaup hjá Landspítala.

  • Verðendurskoðun unnin í maí.
  • Fyrirhugaðar ákvarðanir sendar til hagaðila eigi síðar en 31. maí og andmælaréttur veittur til 31. ágúst.
  • Fyrirhugað er að birta ný verð í lyfjaverðskrá 1. október.

Annar hluti mun ná til kostnaðarsamra almennra lyfja. Frekari upplýsingar um annan hluta verða birtar í maí.

  • Verðendurskoðun unnin í júní.
  • Fyrirhugaðar ákvarðanir sendar til hagaðila í lok júní/byrjun júlí og andmælaréttur veittur til 10. september.
  • Fyrirhugað er að birta ný verð í lyfjaverðskrá 1. nóvember 2025.

Haft var samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala um forgangsröðun verðendurskoðunar.

Stefnt er að því að endurskoða verklagsreglu um ákvörðun hámarksheildsöluverðs almennra lyfja. Gert er ráð fyrir að því verði lokið áður en vinna við endurskoðun verðs hefst í júní. Lyfjastofnun mun hafa lögbundið samráð vegna þessa.

Síðast uppfært: 14. apríl 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat