Sérlyfjaskrá er nú aðgengileg í gegnum slóðina lyf.is. Í Sérlyfjaskrá er hægt að fletta upp ítarlegum upplýsingum um lyf sem eru markaðssett á Íslandi, þar á meðal fylgiseðlum og samantekt um eiginleika lyfs á íslensku. Öflug leitarsía býður einnig upp á ýmsa möguleika. Leitarsían birtist þegar smellt er á stækkunarglerið í leitarstikunni, og einnig þegar leitað hefur verið eftir lyfjaheiti, ATC flokki eða norrænu vörunúmeri lyfs.
Slóðin serlyfjaskra.is verður sömuleiðis áfram aðgengileg.

