Líkt og auglýst hefur verið verður Lyfjastofnun opin almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, kl. 9:00-15:00, fyrir utan aðfangadag og gamlársdag en þá er lokað.
Dagana 22. desember – 2. janúar 2026 verður lágmarksþjónusta og afgreiðsla stofnunarinnar lokuð. Netspjalli og símtalsbeiðnum verður sinnt þessa daga, og áríðandi verkefnum sömuleiðis þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.
Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 5. janúar 2026.
Takmarkanir verða í nokkrum málaflokkum líkt og sjá má í frétt okkar frá 14. nóvember sl.