Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Lynparza (Olaparib)

Markaðsleyfihafi lyfsins AstraZeneca hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna. Bréfið fjallar um hættu á mistökum við lyfjagjöf með nýju lyfjaformi Lynparza ásamt leiðbeiningum til að forðast þau.

Skammtar fyrir töflur og hylki eru ólíkir og ekki má skipta á milli lyfjaformanna tveggja á grundvelli milligrammafjölda. Hætta er á ofskömmtun og auknum aukaverkunum ef skammtastærðir fyrir hylki eru notaðar fyrir töflur, eða skorti á verkun ef skammtastærðir fyrir töflur eru notaðar fyrir hylki.

Leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn:

· Ekki má skipta á milli Lynparza hylkja og taflna á grundvelli milligrammafjölda vegna mismunandi skömmtunar og aðgengis hvors lyfjaforms.

· Til að forðast mistök við lyfjagjöf skulu þeir sem ávísa lyfinu tilgreina lyfjaformið og skammtinn af Lynparza á hverja ávísun og lyfjafræðingar skulu tryggja að rétt lyfjaform og skammtur sé afgreiddur til sjúklinga.

· Leiðbeinið sjúklingum um rétta skammta sem þeir eiga að taka af hylkjum eða töflum. Útskýrið fyrir sjúklingi sem skiptir úr hylkjum yfir í töflur (eða öfugt) hvernig skammturinn í milligrömmum fyrir lyfjaformin tvö eru mismunandi.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Lynparza í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 12. mars 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat