Fréttir

Frumvarp til lyfjalaga lagt fram í haust

Kallað eftir frekara samráði og ítarlegri gagna aflað

8.3.2019

Áætlað hafði verið að frumvarp til nýrra lyfjalaga yrði lagt fram á vorþingi. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 21. febrúar sl. og var umsagnarfrestur til 3. mars. Nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fresta því til hausts að leggja frumvarpið fyrir þingið, þar sem þörf sé á lengra samráðsferli og nauðsynlegt að afla frekari gagna.

Frumvarpsdrögin eru afar viðamikil, enda um drög að nýrri heildarlöggjöf um lyfjamál að ræða. Lagagreinar eru 102 og ítarleg greinargerð fylgir. Umsagnir um frumvarpsdrögin voru 114 og mikilvægt er talið að vinna úr þeim umsögnum sem og að lengja samráðsferlið. Þá er einnig horft til þess, að skýrsla sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur að fyrir ráðuneytið með úttekt á núverandi fyrirkomulagi lyfsölu hér á landi, er ekki fullbúin. Sú skýrsla mun nýtast við lokavinnslu frumvarpsins og því mikilvægt að lokagerð hennar liggi fyrir áður en frumvarpið verður lagt fram.


Frétt um málið á vef heilbrigðisráðuneytisins


Skráning á póstlista Lyfjastofnunar

Til baka Senda grein