Fréttir

Takmörkun á ávísun nokkurra eftirritunarskyldra lyfja

Engar breytingar hafa tekið gildi.

5.1.2018

Lyfjastofnun hefur áður greint frá því á vef stofnunarinnar að til skoðunar eru ráðstafanir til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja. Í frétt stofnunarinnar þann 20. október 2017 kemur m.a. fram að frestað var til 1. janúar 2018 að taka ákvörðun um ráðstafanir og að frekari útfærsla yrði tilkynnt síðar.

Af gefnu tilefni skal tekið fram að frekari útfærsla hefur ekki verið tilkynnt. Engar breytingar urðu um nýliðin áramót varðandi takmörkun á ávísun eftirritunarskyldra lyfja.

Sem fyrr segir mun Lyfjastofnun greina frá því þegar útfærsla á breytingunum liggur fyrir. Þá verður einnig greint frá því hvenær þær taka gildi og eins og fram kemur í frétt stofnunarinnar þann 20. október sl. verður leitast við að vinna að farsælli útfærslu í samráði við við fagaðila.

Til baka Senda grein