Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) -Tecentriq

Markaðsleyfishafi lyfsins Tecentriq, F.Hoffmann-La Roche Ltd, hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna um breytta ábendingu við notkun Tecentriq.

Ábending um notkun Tecentriq sem fyrsta meðferð við þvagfæraþekjukrabbameini verður nú takmörkuð. Hér eftir á eingöngu að nota Tecentriq sem fyrstu meðferð við þvagfæraþekjukrabbameini hjá sjúklingum sem tjá PD-L1 í miklum mæli. Breytt ábending kemur til vegna bráðabirgðagagna úr klínískri rannsókn.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Tecentriq í sérlyfjaskrá.

 

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 12. júlí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat