Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Innrennslislyf, lausn sem inniheldur hýdroxýetýlsterkju (HES)

Lyfið er notað til meðferðar við of litlu blóðrúmmáli vegna bráðs blóðtaps ef kristallalausnir einar sér eru ekki taldar duga.

10.8.2018

Markaðsleyfishafi lyfsins Fresenius Kabi, hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna um nýjar ráðstafanir til stuðnings við núverandi takmarkanir vegna aukinnar hættu á skertri nýrnastarfsemi og dánartíðni hjá lífshættulega (critically) veikum sjúklingum eða sjúklingum með sýklasótt (sepis).

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyf sem innihalda hýdroxýetýlsterkju í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Til baka Senda grein