Fjöllanda norrænar lyfjapakkningar

Frá árinu 2010 hafa lyfjastofnanir Norðurlandanna unnið saman að því að auðvelda lyfjafyrirtækjum framleiðslu fjöllanda norrænna lyfjapakkninga. Þetta hefur einkum verið gert með því að einfalda áletranir á pakkningum lyfja og samræma reglur landanna. Stofnanirnar birtu fyrir nokkrum árum leiðbeiningar um norrænar lyfjapakkningar, sem og spurningar og svör sem auðvelda lyfjafyrirtækjum hönnun norrænna lyfjapakkninga.

Uppfærðar spurningar og svör hafa nú verið birt og voru helstu breytingar kynntar á fundi lyfjastofnananna og lyfjafyrirtækja í Stokkhólmi þann 3. maí sl. Sjá uppfært skjal. Spurningar og svör sem hafa verið uppfærð eru auðkennd dagsetningu síðustu uppfærslu.

Lyfjastofnun hvetur markaðsleyfishafa og umboðsmenn þeirra til að kynna sér skjalið vandlega og nýta sér það sem þar kemur fram, til framleiðslu fjöllanda norrænna lyfjapakkninga.

Sjá einnig „Kröfur um áletranir á umbúðir“ á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 11. maí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat