Áætlun EMA vegna Brexit

Nýverið sendi Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frá
sér áætlun um starfsemina í aðdraganda og kjölfar útgöngu Breta úr
Evrópusambandinu. Stofnunin hefur frá upphafi verið í Lundúnum og flutningur
því famundan. Áætluninni er ætlað að tryggja sem best samfellu í
grundvallarstarfseminni, lyfjaöryggi almennings, þrátt fyrir þá röskun sem
óneitanlega hlýtur að fylgja flutningi úr einu landi í annað.

Helstu markmiðin eru að breytingarnar
stofni ekki starfi og öryggishlutverki EMA í hættu og hægt verði með skýrum
áætlunum að takast á við þann vanda sem þeim gætu fylgt. Enn fremur er stefnt
að því að fylgja starfsáætluninni 2017-2019 eftir því sem kostur er, auk þess
að leita nýrra leiða sem kunna að bjóðast í nýju starfsumhverfi. Þá sé mikilvægt
að veita greinargóðar upplýsingar um alla ferla varðandi umskiptin, bæði inn á
við og út á við.    

EMA mun freista þess að fá sem flesta núverandi starfsmenn til að starfa áfram
á nýjum stað, en þarf jafnframt að vera viðbúið því að mikilvæg sérfræðiþekking
geti glatast um tíma. Í forgangi er að vera í stakk búinn að takast á við
alvarleg frávik á borð við heilsufarsógn sem snýr að lyfjamálum, t.d.
alvarlegar aukaverkanir. Eins þurfi að tryggja lögbundna starfsemi sem almennt
snýr að öryggi og gæðum lyfja.  

EMA birti í byrjun október úttekt á þeim 19 borgum sem vilja taka við starfseminni. Reiknað er með að ákvörðun um nýja
staðsetningu verði tilkynnt þann 20. nóvember næstkomandi.

Frétt EMA

Áætlun EMA vegna Brexit  

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat