Afslættir af núll daga skráningarferli hjá Lyfjastofnun taka gildi í dag

Annars vegar er um að ræða gjald fyrir núll daga skráningarferil að gefnum ákveðnum skilyrðum, hins vegar gjald fyrir tegundabreytingar lyfja sem farið hafa í gegnum núll daga feril

Eitt af þeim úrræðum sem stendur markaðsleyfishöfum til boða í því skyni að auka framboð á nauðsynlegum lyfjum hér á landi, og þar með draga úr eða fyrirbyggja lyfjaskort, er svokallaður núll daga skráningarferill.

Lækkun gjalda núll daga ferils að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Lyf sem samþykkt hefur verið að hljóti markaðsleyfi í gegnum núll daga feril, og er að auki í verðskrá sem undanþágulyf, fær 30% afslátt af því gjaldi sem venjulega er greitt fyrir núll daga feril og birt er í lið 2.17 í gjaldskrá Lyfjastofnunar. Það sama á við ef um sambærilegt lyf er að ræða, þ.e. sama virka efni, lyfjaform og styrkleiki. Gjald fyrir núll daga feril á einungis við um þá styrkleika lyfs sem tilteknir eru í umsókn um markaðsleyfið.

Lækkun vegna tegundabreytinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Gjöld vegna tegundabreytinga fyrir markaðssett lyf sem hlotið hefur markaðsleyfi í gegnum núll daga feril og hefur verið í notkun í undanþágukerfinu, verða óháð fjölda styrkleika sem fylgja markaðsleyfinu. Þannig verður einungis innheimt gjald fyrir breytinguna um styrkleika á markaði, þótt sú breyting hafi áhrif á fleiri styrkleika lyfsins. Ákvæðið á einungis við meðan lyfið er eitt sinnar tegundar á markaði. Komi annað sambærilegt lyf á markað fellur ákvæðið úr gildi.

Í samræmi við ofangreint hafa reglur um lækkun gjalda samkvæmt gjaldskrá nr. 1554/2022 verið uppfærðar.

Síðast uppfært: 15. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat