Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir sammála um grundvallaratriði um aðlögun bóluefna til að takast á við veiruafbrigði

Vinnustofa Alþjóðabandalags lyfjaeftirlitsyfirvalda (ICMRA) fór fram í lok júní þar sem vísindalegar umræður fóru fram.

Vinnustofa Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Matvæla-og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) var haldin undir merkjum ICMRA 30. júní síðastliðinn. Þar ræddu eftirlitsaðilar um allan heim nýjar vísbendingar til að styðja aðlögun COVID-19 bóluefna þar sem SARS-CoV-2 veiran heldur áfram að þróast.

Þau sem sátu fundinn sammæltust um nokkur grundvallaratriði til stuðnings við aðlögun bóluefna til að veita nauðsynlega vörn gegn Ómíkrón afbrigðinu.

  • Samþykkt COVID-19 bóluefni haldi áfram að vernda gegn alvarlegum sjúkdómum, sjúkrahúsvist og dauða.
  • Þar sem þau eru tiltæk ætti að hvetja til notkunar þeirra, bæði sem frumbólusetningu og sem örvunarskammt. 
  • Stöðug þróun SARS-CoV-2 dregur úr vörninni sem samþykktu bóluefnin veita gegn sýkingum og vægum sjúkdómum.
  • Ný afbrigði geta komið fram hratt og tekið við af hinum eftir skammtímabylgjur.
  • Bráðabirgðagögn benda til þess að mRNA bóluefni, sem innihalda stofn af Ómíkrón afbrigði, geti aukið og framlengt vörn, þegar þau eru notuð sem örvun.

Að auki sýna ný gögn að tvígild (e. bivalent) mRNA bóluefni sem beinast gegn tveimur stofnum af SARS-CoV-2, þar sem annar er Ómíkrón stofn, geti veitt betri ónæmissvörun. Tvígild bóluefni gætu í fyrstu komið til greina sem örvunarskammtur. Notkun þeirra sem frumbólusetning gæti verið studd í framtíðinni þegar frekari gögn verða tiltæk.

Nánar í frétt á vef EMA.

Síðast uppfært: 6. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat