Alþjóðlegt átak um tilkynningar aukaverkana

Hver tilkynning skiptir máli. Allir geta tilkynnt aukaverkun, heilbrigðisstarfsfólk jafnt sem almenningur.

Í dag hófst alþjóðlega átakið #MedSafetyWeek en tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af notkun lyfja. Þetta er í fimmta sinn sem átakið fer fram og hefur Lyfjastofnun verið með frá upphafi. Þátttökulönd eru fleiri nú en nokkru sinni, eða sjötíu og fimm; auk fjölda Evrópulanda má nefna Jórdaníu, Jemen, Sri Lanka, Botsvana og Barbados. Öll löndin kynna átakið með sömu einkennisborðum og myndböndum, auk samræmds texta sem hefur verið þýddur á þau fjörutíu og fimm tungumál sem við sögu koma.

Mikilvægi tilkynninga

Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og prófanir áður en lyf eru sett á markað geta komið fram aukaverkanir af þeim eftir að þau eru komin í almenna notkun; jafnvel aukaverkanir sem ekki komu fram í rannsóknunum. Aukaverkanatilkynningar hafa því mikið vægi þegar kemur að því að meta áhættu vegna lyfja eftir að þau fara á markað.

Allir geta tilkynnt um aukaverkun lyfs

Yfiskrift #MedSafetyWeek að þessu sinni er „Hver tilkynning skiptir máli.“ Rétt að minna á í því sambandi að allir geta tilkynnt um aukaverkun lyfs, heilbrigðisstarfsfólk jafnt sem almenningur. Hægt er að tilkynna aukaverkun til Lyfjastofnunar gegnum gátt á vefnum.

Síðast uppfært: 2. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat