Árleg inflúensubólusetning – upplýsingar fyrir almenning 

Skammtar verða tilbúnir til afhendingar mánuði fyrr en síðastliðinn vetur.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu getur hafist um allt land 15. september. Heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum verður forgangsraðað en miðað við núverandi upplýsingar fá aðrir það í október. Sjá nánari upplýsingar um forgangshópa samkvæmt meðmælum sóttvarnalæknis.

Sóttvarnalæknir gerði samning við dreifingaraðilann Vistor um kaup á 90.000 skömmtum af Vaxigrip Tetra til nota veturinn 2022-2023. Síðastliðið vor þurfti að farga ónotuðu bóluefni og því voru 5.000 færri skammtar pantaðir í ár.

Vaxigrip Tetra er annað tveggja inflúensubóluefna sem eru á markaði á Íslandi.

Veirustofnar í Vaxigrip Tetra 

  • A/Victoria/2570/2019 (H1N1)pdm09 - líkur stofn
  • A/Darwin/9/2021 (H3N2) - líkur stofn  
  • B/Austria/1359417/2021 - líkur stofn
  • B/Phuket/3073/2013

Inflúensubóluefni á markaði á Íslandi

Fullt heitiVaxigripTetra 15 míkróg Stungulyf,
dreifa í áfylltri sprautu 
Influvactetra 15/15/15/15 míkróg/
skammt Stungulyf,
dreifa í áfylltri sprautu 
ATC flokkurJ07BB02J07BB02
InnihaldsefniInflúensuveira (deydd, klofin)Inflúensuveira (deydd, klofin)
LyfjaformStungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu 
ÍkomuleiðTil notkunar í vöðva, til notkunar undir húð Til notkunar í vöðva, eða djúpt undir húð 
AldurshópurFrá 6 mánaða aldri Frá 6 mánaða aldri 
Bæði bóluefnin eru ræktuð í frjóvguðum hænueggjum úr heilbrigðum hænsnahópum

Skammtar bóluefna á markaði

Influvactetra

Fullorðnir: 0,5 ml.

Börn frá 6 mánaða til 17 ára: 0,5 ml.

Börn yngri en 9 ára, sem hafa ekki verið bólusett áður með árstíðabundnu inflúensubóluefni: Gefa skal annan 0,5 ml skammt eftir a.m.k. fjórar vikur.

Vaxigrip Tetra

Fullorðnir: Einn 0,5 ml skammtur 

Börn 6 mánaða til 17 ára að aldri: Einn 0,5 ml skammtur.  

Handa börnum yngri en 9 ára að aldri, sem ekki hafa verið bólusett áður, á að gefa annan 0,5 ml skammt eftir 4 vikur 

Nánari upplýsingar um inflúensubólusetningar fást hjá veitendum heilbrigðisþjónustu 

Síðast uppfært: 14. september 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat