Bólusetning gegn árlegri inflúensu getur hafist um allt land 15. september. Heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum verður forgangsraðað en miðað við núverandi upplýsingar fá aðrir það í október. Sjá nánari upplýsingar um forgangshópa samkvæmt meðmælum sóttvarnalæknis.
Sóttvarnalæknir gerði samning við dreifingaraðilann Vistor um kaup á 90.000 skömmtum af Vaxigrip Tetra til nota veturinn 2022-2023. Síðastliðið vor þurfti að farga ónotuðu bóluefni og því voru 5.000 færri skammtar pantaðir í ár.
Vaxigrip Tetra er annað tveggja inflúensubóluefna sem eru á markaði á Íslandi.
Veirustofnar í Vaxigrip Tetra
- A/Victoria/2570/2019 (H1N1)pdm09 - líkur stofn
- A/Darwin/9/2021 (H3N2) - líkur stofn
- B/Austria/1359417/2021 - líkur stofn
- B/Phuket/3073/2013
Inflúensubóluefni á markaði á Íslandi
Fullt heiti | VaxigripTetra 15 míkróg Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu | Influvactetra 15/15/15/15 míkróg/ skammt Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu |
ATC flokkur | J07BB02 | J07BB02 |
Innihaldsefni | Inflúensuveira (deydd, klofin) | Inflúensuveira (deydd, klofin) |
Lyfjaform | Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu | Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu |
Íkomuleið | Til notkunar í vöðva, til notkunar undir húð | Til notkunar í vöðva, eða djúpt undir húð |
Aldurshópur | Frá 6 mánaða aldri | Frá 6 mánaða aldri |
Skammtar bóluefna á markaði
Influvactetra
Fullorðnir: 0,5 ml.
Börn frá 6 mánaða til 17 ára: 0,5 ml.
Börn yngri en 9 ára, sem hafa ekki verið bólusett áður með árstíðabundnu inflúensubóluefni: Gefa skal annan 0,5 ml skammt eftir a.m.k. fjórar vikur.
Vaxigrip Tetra
Fullorðnir: Einn 0,5 ml skammtur
Börn 6 mánaða til 17 ára að aldri: Einn 0,5 ml skammtur.
Handa börnum yngri en 9 ára að aldri, sem ekki hafa verið bólusett áður, á að gefa annan 0,5 ml skammt eftir 4 vikur
Nánari upplýsingar um inflúensubólusetningar fást hjá veitendum heilbrigðisþjónustu