Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2016 er komin á vefinn

Í inngangi ársskýrslunnar fjallar Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri meðal annars um áfanga og áskoranir í rekstri stofnunarinnar. "Niðurstaða kosninganna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur ekki farið fram hjá neinum og óhjákvæmilega hefur hún afleiðingar víða, einnig fyrir Lyfjastofnun hér á Íslandi. Ómögulegt er spá fyrir hverjar afleiðingar verða en við blasir að Lyfjastofnun Evrópu verður ekki í London öllu lengur. Hvar henni verður komið fyrir mun hafa áhrif á okkur og þetta mun hafa mikil áhrif á samstarfsfólk okkar þar. Að auki eru bresku lyfjastofnanirnar fyrir mannalyf (MHRA) og fyrir dýralyf (VMD) með þeim öflugustu innan Evrópu. Þegar þessar stofnanir geta ekki lengur tekið að sér verkefni fyrir Evrópsku lyfjastofnunina þá mun álag á aðrar lyfjastofnanir aukast mikið. Hins vegar fer ekki milli mála að þeim sem koma að lyfjamálum innan EES er brugðið, þótt allir voni hið besta og vilji stuðla að því að sem best rætist úr. Við hjá Lyfjastofnun stöndum núna frammi fyrir því að undirbúa að takast á við möguleg ný verkefni vegna BREXIT og þá er enn mikilvægar en áður að geta haft samstarf við aðrar lyfjastofnanir um einstök verkefni. Við þær aðstæður sem skapast í Evrópusamstarfi um þessar mundir er norrænt samstarf varðandi lyfjamál enn mikilvægara. Forstjórar norrænu lyfjastofnananna hafa myndað með sér vinnuhóp til að skipta með sér verkum varðandi hin ýmsu mál."

Síðast uppfært: 17. maí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat