Átak til verndar umhverfinu

Nú um helgina hófst átak Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Veitur og Lyfjastofnun, þar sem landsmenn verða hvattir til að skila afgangslyfjum í apótek til eyðingar, Átakið, Lyfjaskil - fyrir þig og umhverfið stendur til 3. febrúar og er áhersla lögð á vernd umhverfisins. Vakin er athygli á málefninu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, og í apótekum á höfuðborgarsvæðinu verða sérstakir lyfjaskilapokar afhentir. 

Úbúið hefur verið myndband með leiðbeiningum um hvernig best er að bera sig að við lyfjaskil. Einnig má sjá fróðleik þessu tengdan á vefnum www.lyfjaskil.is

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, [email protected]

Síðast uppfært: 29. janúar 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat