Aukaverkanatilkynningar – að gefnu tilefni

Mikilvægt að tilkynna grun um aukaverkun á vefeyðublaði

Í ljósi heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu 13. maí 2021 sem var Lyfjastofnun óviðkomandi, vill stofnunin ítreka að tekið er við tilkynningum um hugsanlegar aukaverkanir lyfja og bóluefna í gegnum skráningarform á vefnum.

Afar mikilvægt er að nota vefeyðublaðið svo gæta megi varúðar við meðferð persónuupplýsinga. Einnig til að tryggja að þær upplýsingar sem þörf er á skili sér.

Allar upplýsingar sem berast Lyfjastofnun eru skráðar í málakerfi stofnunarinnar. Skylt er að afhenda þær Þjóðskjalasafni til varðveislu skv. lögum um opinber skjalasöfn. Því er óskað eftir að persónuupplýsingar sem fylgja tilkynningu takmarkist við það sem nauðsynlegt er svo leysa megi úr erindinu.

Hér má finna eyðublað á vef Lyfjastofnunar til að tilkynna grun um aukaverkun.

Ekki er tekið við aukaverkanatilkynningum í gegnum síma eða tölvupóst nema brýna nauðsyn beri til.

Þekktar aukaverkanir COVID-19 bólefna

Allar upplýsingar um þekktar aukaverkanir er hægt að lesa um í samþykktum textum COVID-19 bóluefna sem eru aðgengilegir á vef Lyfjastofnunar. Fólk er sérstaklega hvatt til að tilkynna grun um nýjar, óvæntar og alvarlegar aukaverkanir.

Síðast uppfært: 14. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat