Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Abecma, Breyanzi, Carvykti, Kymriah, Tecartus og Yescarta

Hætta á síðkomnum illkynja sjúkdómum af T-frumu uppruna

Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun koma Bristol-Myers Squibb Pharma EEIG, Janssen-Cilag International NV, Kite Pharma EU B.V. og Novartis Europharm Limited eftirfarandi upplýsingum á framfæri um lyfin

  • Tilkynnt hefur verið um síðkomna illkynja sjúkdóma af T-frumu uppruna, m.a. krabbamein sem eru jákvæð fyrir tjáningu blendingsviðtaka fyrir mótefnavaka (chimeric antigen receptor (CAR)-positive), vikum og allt að nokkrum árum eftir meðhöndlun krabbameins í blóði með CAR T-frumumeðferð sem beinist gegn BCMA eða CD19.
  • Hafa skal eftirlit með sjúklingum ævilangt vegna síðkominna illkynja sjúkdóma.

Nánari upplýsingar eru að finna í bréfinu

Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist notkun CAR T-frumulyfja til Lyfjastofnunar: Tilkynna aukaverkun lyfs - Lyfjastofnun eða í gegnum eyðublað (Tilkynning um aukaverkun) sem er að finna í Sögu.

Vinsamlega tilkynnið heiti lyfs og upplýsingar um lotu.

Viðtakendur bréfsins eru: Krabbameinslæknar, blóðsjúkdómalæknar og sérfræðingar í blóð- og krabbameinslækningum barna. Viðtakendur eru hvattir til að láta aðra heilbrigðisstarfsmenn vita um efni bréfsins eftir því sem við á.

Markaðsleyfishafi /
Fulltrúi markaðsleyfishafa
Heiti lyfsSími /
Tölvupóstfang
Bristol-Myers Squibb Pharma EEIG /
Vistor hf.
Abecma
Breyanzi
535 7000
[email protected]
Janssen-Cilag International NV /
Janssen-Cilag AB c/o Vistor hf.
Carvykti535 7000
[email protected]
Kite Pharma EU B.V. /
Gilead Sciences Denmark ApS
Tecartus
Yescarta
+46 8 5057 1849
[email protected]
Novartis Europharm Limited /
Vistor hf.
Kymriah535 7000
[email protected]
Síðast uppfært: 22. júlí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat