Markaðsleyfishafi lyfsins (Diurnal Europe B.V) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að upplýsa um hættu á bráðri nýrnahettuskerðingu þegar skipt er yfir í Alkindi kyrni frá hýdrókortisóni sem hefur verið mulið eða blandað sérstaklega.
Samantekt bréfsins er sem hér segir:
- Tilkynnt var um skyndilega nýrnahettubilun (adrenal crisis) hjá ungbarni þegar skipt var úr hýdrókortisón lausnartöflum yfir í Alkindi (hýdrókortisón kyrni í hylkjum sem á að opna).
- Bráð nýrnahettuskerðing getur átt sér stað þegar skipt er yfir í Alkindi kyrni vegna mögulegrar hættu á ónákvæmri skömmtun með öðrum lyfjaformum hýdrókortisóns til inntöku sem hafa verið mulin eða blönduð sérstaklega.
- Til þess að koma í veg fyrir skyndilega nýrnahettubilun eftir að skipt er yfir í Alkindi kyrni, skal ráðleggja umönnunaraðilum að fylgjast náið með því fyrstu vikuna hvort barnið fær einkenni um vanstarfsemi nýrnahetta á borð við þreytu, höfuðverk, breytingar á líkamshita og uppköst.
- Ráðleggja skal umönnunaraðilum að gefa aukalega skammta af Alkindi kyrni samkvæmt ráðleggingum í lyfjaupplýsingunum ef barnið fær einkenni um vanstarfsemi nýrnahetta og leita tafarlaust læknisaðstoðar.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Alkindi í sérlyfjaskrá.