Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Flúorókínólónar til altækrar verkunar og innöndunar

Hætta á leka í hjartaloku tengd notkun flúorókínólóna.

Markaðsleyfishafar sýklalyfja sem innihalda flúorókínólóna hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna vegna hættu á leka í hjartaloku sem tengist notkun flúorókínólóna til altækrar verkunar og til innöndunar.

Þættir sem auka líkurnar á leka í hjartaloku eru m.a. hjartalokusjúkdómur (meðfæddur eða áður greindur), bandvefssjúkdómar (t.d. Marfansheilkenni eða Ehlers-Danlos-heilkenni), Turner-heilkenni, Behcetssjúkdómur, háþrýstingur, iktsýki og hjartaþelsbólga af völdum sýkingar.

Þær ráðleggingar sem tilkynntar hafa verið eru eftirfarandi:

  • Hjá sjúklingum sem eru í hættu á að fá leka í hjartaloku skal einungis nota flúorókínólóna, til altækrar verkunar eða innöndunar, eftir vandlegt mat á áhættu og ávinningi og eftir að önnur meðferðarúrræði hafa verið íhuguð.
  • Ráðleggja skal sjúklingum að leita tafarlaust læknis ef þeir finna fyrir bráðri andnauð, nýtilkomnum hjartsláttarónotum eða bjúgmyndun í kvið eða neðri útlimum.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfin í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðistarfsmanna.

Síðast uppfært: 5. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat