Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Lyf sem innihalda topiramat

Nýjar takmarkanir til að koma í veg fyrir útsetningu á meðgöngu

Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda tomiramat hafa sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun til að upplýsa um innleiðingu áætlunar til að koma í veg fyrir þungun hjá konum sem nota lyf sem innihalda topiramat.

  • Topiramat getur valdið alvarlegri meðfæddri vansköpun og vaxtarskerðingu
    hjá fóstri þegar það er notað á meðgöngu. Nýlegar upplýsingar benda einnig
    til hugsanlegrar aukinnar áhættu á taugaþroskaröskunum m.a. röskunum á
    einhverfurófi, greindarskerðingu eða ofvirkni með athyglisbresti (ADHD) eftir
    notkun topiramats á meðgöngu.
  • Nýjar frábendingar eiga við vegna notkunar við flogaveiki:
    - á meðgöngu, nema ekkert annað viðeigandi meðferðarúrræði sé fyrir hendi.
    - hjá konum sem geta orðið þungaðar og nota ekki örugga getnaðarvörn. Eina
    undantekningin er kona sem ráðgerir þungun og ekkert annað viðeigandi
    meðferðarúrræði er fyrir hendi og hún er að fullu upplýst um áhættu vegna
    notkunar topiramats á meðgöngu.
  • Topiramat sem fyrirbyggjandi við mígreni má nú þegar ekki nota á meðgöngu
    eða hjá konum sem geta orðið þungaðar og nota ekki örugga getnaðarvörn.
  • Meðferð hjá stúlkum og konum sem geta orðið þungaðar á að hefja og vera
    undir eftirliti læknis sem er með reynslu í meðferð á flogaveiki eða mígreni.
    Þörf á meðferð á að endurmeta a.m.k. árlega.
  • Vegna hugsanlegrar milliverkunar á að ráðleggja konum sem nota
    hormónagetnaðarvarnir með altæka verkun að nota einnig sæðishindrandi
    getnaðarvörn.
  • Endurmeta þarf topiramat meðferð hjá konum sem geta orðið þungaðar til að
    staðfesta að áætlun til að koma í veg fyrir þungun sé fylgt.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna

Síðast uppfært: 6. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat