Markaðsleyfishafi lyfsins (Merck Europe B.V) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna þeim um hættu á alvarlegum lifrarskaða og nýjum ráðleggingum um eftirlit með lifrarstarfsemi.
- Tilkynnt hefur verið um lifraskaða, sem stundum var alvarlegur, hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með Mavenclad.
- Áður en meðferð er hafin á að taka nákvæma sjúkrasögu sjúklingsins með tilliti til undirliggjandi lifrarkvilla eða fyrri tilvika lifrarskaða vegna annarra lyfja.
- Gera á próf á lifrarstarfsemi, þ.m.t. mæla amínótransferasa og alkalískan fosfatasa í sermi og heildargallrauða, áður en meðferð er hafin á 1. og 2. merðferðarári.
- Meðan á meðferð stendur á að gera próf á lifrarstarfsemi og endurtaka þau eftir því sem tilefni er til. Ef lifrarskaði kemur fram hjá sjúklingi á að gera hlé á meðferð með Mavenclad eða hætta henni, eftir því sem við á.
Bréfið er sent til sérfræðinga í taugalækningum, heilsugæslu- og heimilislækna og sérfræðinga í meltingar- og lifrarsjúkdómum. Viðtakendur bréfsins eru hvattir til að láta aðra heilbrigðisstarfsmenn vita um efni bréfsins eftir því sem við á.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Mavenclad í sérlyfjaskrá.