Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Ocaliva

Frétt uppfærð 13. september 2024 vegna nýrra upplýsinga

Þann 4. september sl. úrskurðaði Evrópudómstóllinn að fresta skyldi um sinn niðurfellingu markaðsleyfis lyfsins Ocaliva sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði úrskurðað um 30. ágúst sl.

Markaðsleyfi Ocaliva er því tímabundið í gildi þar til ákvörðun verður tekin um tilhögun mála.

Upplýsingum verður miðlað á vef Lyfjastofnunar Evrópu (EMA).

Um frestun niðurfellingar, af vef EMA.

Frétt frá 2. ágúst 2024:

Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Lyfjastofnun vill ADVANZ PHARMA koma eftirfarandi á framfæri

  • III stigs staðfestingarrannsóknin 747-302 (COBALT) á Ocaliva á sjúklingum með frumstig gallrásarbólgu (e. primary biliary cholangitis, PBC) staðfesti ekki klínískan ávinning af Ocaliva.
  • Afleiðingin er sú að jafnvægið á milli ávinnings og áhættu af Ocaliva er ekki lengur hagstætt og mælt hefur verið með afturköllun markaðsleyfis þess í ESB.
  • Ekki skal hefja meðferð nýrra sjúklinga með Ocaliva utan klínískrar rannsóknar. Fyrir sjúklinga sem eru sem stendur í meðferð með Ocaliva ætti að íhuga tiltæka meðferðarkosti.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu

Tilkynning aukaverkana

Vinsamlegast haldið áfram að tilkynna meintar aukaverkanir lyfsins (ADR) til Lyfjastofnunar eða í gegnum eyðublað (Tilkynning um aukaverkun) sem er að finna í Sögu.

Upplýsingar um tengiliði sem veita nánari upplýsingar er að finna í lyfjaupplýsingunum (samantekt á eiginleikum lyfs og fylgiseðli) á www.serlyfjaskra.is

Viðtakendur bréfsins eru: allir lifrarlæknar sem ávísa obeticholsýru, ávísandi meltingarfæralæknar, ávísandi lyflæknar og ávísandi ónæmisfræðingar.

Síðast uppfært: 13. september 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat