Markaðsleyfishafi lyfsins hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna þeim um hættu á segamyndun þ.m.t. fleygdrep í heila (cerebral infarction) ef meðferð með lyfinu Xagrid er hætt skyndilega.
- Aukin hætta er á blóðsegafylgikvilla, þ.m.t. fleygdrepi í heila, ef meðferð með anagrelíði er hætt skyndilega.
- Forðast skal að hætta meðferðinni skyndilega vegna hættu á skyndilegri fjölgun blóðflagna sem getur leitt til hugsanlegs banvæns blóðsegafylgikvilla s.s. fleygdreps í heila.
- Ef gert er hlé á skömmtum eða meðferð hætt skal framkvæma tíðar mælingar á blóðflögum (sjá kafla 4.4 í Samantekt á eiginleikum lyfs).
- Ráðleggja skal sjúklingum um hvernig þekkja megi byrjunareinkenni blóðsegafylgikvilla s.s. fleygdreps í heila og að leita læknisaðstoðar ef einkenni koma fram.
Bréfið er sent til sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Viðtakendur bréfsins eru hvattir til að láta aðra heilbrigðisstarfsmenn vita um efni bréfsins eftir því sem við á.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Xagrid í sérlyfjaskrá.