Ratiopharm GmbH sem er markaðsleyfishafi Pazenir®, vill með samþykki Lyfjastofnunar Evrópu og Lyfjastofnunar, koma eftirfarandi á framfæri:
- Aukin eftirspurn í Evrópu eftir paclitaxel-nanóögnum sem hafa verið gerðar stöðugri með albúmíni leiðir til tímabundins birgðaskorts á sumum mörkuðum innan Evrópu. Áætlað er að á Íslandi gerist þetta í byrjun nóvember 2023.
- Tiltekin Evrópulönd munu finna fyrir þessum skorti, þ.m.t. Austurríki, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Holland, Portúgal, Rúmenía og Spánn.
- Framleiðsla á paclitaxel-nanóögnum sem hafa verið gerðar stöðugri með albúmíni hefur verið aukin umtalsvert í verksmiðjunni. Einnig er unnið í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og samstarfsaðila í aðfangakeðju þeirra að því að meta hvernig hægt er að dreifa lyfinu á milli landa.
Athygli er vakin á því að skortstaðan tengist ekki gæða- eða öryggisvandamálum við framleiðslu lyfsins.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.
Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.