Breyting á afgreiðslukerfi undanþágulyfja

Lyfjastofnun hefur ákveðið að breyta afgreiðslukerfi undanþágulyfja frá og með deginum í dag, 25. október. Breyting þessi felur í sér að lyfjaheildsölum verður nú heimilt að selja apótekum undanþágulyf án þess að fyrir liggi samþykktur undanþágulyfseðill. Með þessu verður aflétt því skilyrði að apótek geti aðeins pantað og keypt inn undanþágulyf gegn fyrirliggjandi samþykktri undanþágu. Af þessu leiðir jafnframt að apótek geta átt birgðir af undanþágulyfjum eftir því sem henta þykir. Sérstök athygli er þó vakin á því að áfram verður óheimilt að afgreiða undanþágulyf úr apóteki án þess að fyrir liggi samþykkt undanþága. Ávísanir á undanþágulyf geta eftir sem áður verið rafrænar eða á pappír. Sömuleiðis gildir áfram að þeir sem kaupa lyf af heildsölu til nota í starfi geta eingöngu gert það gegn samþykktri undanþágu.

Með þessu vonast Lyfjastofnun til þess að afgreiðsla undanþágulyfja til sjúklinga geti gengið mun hraðar fyrir sig en áður.

Síðast uppfært: 25. október 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat