Breytt verklag varðandi birtingu á lista yfir lyf sem verða felld úr lyfjaverðskrá næsta mánaðar

Hætt verður að senda tölvupóst til hagsmunaaðila í kjölfar birtingar á lista yfir lyf sem verða felld úr lyfjaverðskrá næsta mánaðar. Auk þess hafa verið settar tímalínur um hvenær umboðsaðilar og markaðsleyfishafar geta sent ósk um að lyfjapakkningar verði ekki felldar úr lyfjaverðskrá

Tölvupóstsendingum hætt

Í fyrsta lagi hefur verið tekin ákvörðun um að hætta að senda tölvupóst til hagsmunaaðila í kjölfar birtinga á birgðaskortslista 15. hvers mánaðar á vef Lyfjastofnunar. Listinn segir til um hvaða lyfjapakkningar verði felldar úr lyfjaverðskrá næsta mánaðar.

Umboðsmenn lyfja og markaðsleyfishafar eru hvattir til að fylgjast með fréttum á vef Lyfjastofnunar. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að fréttum stofnunarinnar með því að skrá sig á póstlista, neðst á forsíðu vefsins.

Tímalínur beiðna um að fella ekki út lyfjapakkningar úr verðskrá

Í öðru lagi verða beiðnir um að fella ekki út lyfjapakkningar úr verðskrá, sem væntanlegar eru fyrir næstu mánaðarmót, að berast Lyfjastofnun í síðasta lagi fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár sem er fyrsta hvers mánaðar. Slík beiðni skal send á netfangid [email protected].

Verklagsreglur á vef stofnunarinnar hafa verið uppfærðar með breytingunum.

Síðast uppfært: 15. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat