Breyttar áherslur við afgreiðslu símtala

Nýtt verklag tekur gildi um miðjan janúar

Á nýju ári verða áherslubreytingar hjá Lyfjastofnun varðandi afgreiðslu símtala þegar símsvörun verður hætt. Þess í stað verður boðið upp á að senda inn beiðni um símtal á vef stofnunarinnar eða á símsvara.

Netspjall verður eftir sem áður opið milli kl. 9-15 á virkum dögum og sinnt af starfsfólki Lyfjastofnunar.

Brugðist verður við beiðnum um símtöl alla virka daga. Forgang hafa símtalsbeiðnir frá hagaðilum sem sinna vinnu við þróun, skráningu, innflutning og dreifingu lyfja eða lækningatækja, starfsfólki apóteka, heilbrigðisstarfsfólki, dýralæknum og öðrum sambærilegum aðilum.

Vonir standa til þess að nýtt fyrirkomulag skili sér í aukinni skilvirkni.

Nýtt verklag tekur gildi um miðjan janúar og verða frekari upplýsingar veittar síðar. Fyrirspurnum varðandi ofangreint verður svarað skriflega. Vinsamlega nýtið hafa samband formið á vefnum.

Síðast uppfært: 18. desember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat