CHMP – júlí 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 22.-25. júlí sl.

Mælt var með að 14 lyf fengju markaðsleyfi, þar á meðal Vyloy - lyf við magakrabbameini, Eksunbi – lyf við sóra og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, Yuvanci – lyf við háþrýstingi í lungnaslagæð, og Vevizye, lyf við alvarlegum augnþurrki.

Eitt lyf hlaut neikvæða umsögn CHMP, Alzheimerlyfið Leqembi. Hins vegar hefur verið óskað eftir því að sérfræðinganefndin taki lyfið til endurmats og mun það verða gert.

Þá voru einnig samþykktar viðbótarábendingar fyrir ellefu lyf.

Síðast uppfært: 4. september 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat