CHMP – maí 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 27.-30. maí 2024. Meðal lyfja sem hlutu samþykki nefndarinnar voru bóluefni, annars vegar gegn veiki af völdum Chikungunya veirunnar, hins vegar bóluefni á úðaformi gegn inflúensu

Á fundi sérfræðinganefndarinnar var samþykkt að mæla með að fjórtán ný lyf fengju markaðsleyfi. Þar á meðal þau sem hér eru nefnd.

  • Durveqtix (fidanacogene elaparvovec) ný genameðferð til að meðhöndla dreyrasýki B, sjaldgæfan og arfgengan sjúkdóm sem veldur þykknun blóðs. Lyfið hlaut jákvæða umsögn fyrir skilyrtu markaðsleyfi.
  • Fluenz (veikluð inflúensuveira) sem er bóluefni á úðaformi gegn inflúensu, fyrir börn á aldrinum tveggja til sautján ára.
  • Ixchiq (chikungunya veira); fyrsta bóluefnið á EES svæðinu til að verja fullorðna gegn sjúkdómi af völdum Chikungunya veirunnar en hún berst með sýktum moskítóflugum. Faraldur sjúkdómsins er í sumum hitabeltislöndum, en talið er að vegna loftslagsbreytinga geti hann farið að breiðast út víðar.
  • Zegalogue (dasiglucagon), lyf við alvarlegum blóðsykurskorti hjá sjúklingum með sykursýki, sex ára og eldri. Sérfræðingar í klínísku teymi Lyfjastofnunar áttu þátt í mati á þessu lyfi sem hluti af fjölþjóðlegum hópi.
Síðast uppfært: 2. júlí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat