COVID-19: Eftirfylgni með bóluefnum gegn COVID-19 efld enn frekar í Evrópu

Um er að ræða samstarfsverkefni Lyfjastofnunar Evrópu og Sóttvarnamiðstöðvar Evrópu til að fylgjast enn nánar með bóluefnum eftir að almenn notkun á þeim hefst.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Sóttvarnamiðstöð Evrópu (ECDC) hleyptu í gær af stokkunum nýju verkefni. Tilgangur þess er að efla enn frekar eftirfylgni með bóluefnum gegn COVID-19 á EES-svæðinu með tillliti til öryggis, virkni og heildaráhrifa þeirra.

Nauðsynlegt er að framkvæma rannsóknir á virkni og öryggi bóluefnanna í almennri notkun til að hægt sé að fylgjast með hvernig þau reynast utan klínískra rannsókna. Slíkar rannsóknir eftir markaðssetningu koma til með að styðja við stöðugt mat á hlutfalli ávinnings og áhættu sem notkuninni fylgir. Í því sjónarmiði munu EMA og ECDC í sameiningu koma að skipulagi og yfirsýn yfir rannsóknir á bóluefnunum.

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 27. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat