COVID-19: Ekki ástæða til að hætta notkun blóðþrýstingslyfja af flokkum ACE og ARB

Nýlegar áhorfsrannsóknir á ACE-hemlum og angíótensín II-viðtakahemlum (ARBs / sartönum) hafa hvorki sýnt fram á að lyfin auki líkur á að sýkjast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19, né að heilsa sjúklinga með COVID-19 sé versni séu lyfin notuð.

Lyfjastofnun ítrekar því fyrri tilmæli um að sjúklingar skuli halda áfram að taka ACE-hemla og sartön eins og læknar mæla fyrir um. Sjúklingar eru hvattir til að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk hafi þeir spurningar um meðferð með lyfjunum.

ACE-hemlar og sartön eru notuð til meðferðar við háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum og nýrnasjúkdómum. Í apríl sl. komu fram vangaveltur í fjölmiðlum og vísindagreinum um hvort sjúklingum með COVID-19 væri óhætt að nota lyfin. Nú hafa 19 nýlega birtar rannsóknir verið rýndar og niðurstaðan er sú að þessar vangaveltur eigi ekki við rök að styðjast.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og skráningaryfirvöld í Evrópu munu halda áfram að fylgjast með öllum gögnum sem fram koma, og stofnunin er í víðtæku samstarfi við aðila um heim allan til að stuðla að áreiðanlegri upplýsingagjöf um örugga lyfjanotkun. EMA heldur jafnframt úti upplýsingasíðu um COVID-19.

Frétt EMA um málið.

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat