COVID-19: EMA vekur athygli á meðferðarleiðbeiningum sem snúa að mögulegri segamyndun samhliða blóðflagnafæð

Sérstaklega mælt með að horft sé til leiðbeininga ISTH við greiningu og meðferð

Vinnuhópur Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um málefni tengd COVID-19 ráðleggur heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu að notast við leiðbeiningar fagsamtaka þegar kemur að mati á tilfellum mögulegrar segamyndunar samhliða blóðflagnafæð (TTS) í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá AstraZeneca og Janssen. Sérstaklega er vakin athygli á leiðbeiningum ISTH (International Society on Thrombosis and Haemostasis).

Sama gildir um meðferð slíkra tilfella. Þar mælir vinnuhópurinn með bráðabirgðaleiðbeiningum ISTH um VITT (vaccine-induced immune thrombotic thrombocytopenia), sérstaklega þegar staðbundnar leiðbeiningar eru ekki til staðar. Vakin er athygli á að meðferð TTS er enn í þróun og að leiðbeiningarnar kunni að taka frekari breytingum síðar.

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 10. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat