COVID-19: Mælt með samþykki notkunar örvunarskammts af bóluefni BioNTech/Pfizer frá 12 ára

Ákvörðun um notkun örvunarskammts hjá unglingum verður eftir sem áður tekin af heilbrigðisyfirvöldum í hverju landi fyrir sig, rétt eins og gildir um aðrar ákvarðanir um bólusetningar gegn COVID-19. 

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur mælt með að unglingum frá 12 ára aldri standi til boða örvunarskammtur af bóluefni Pfizer/BioNTech (Comirnaty) þegar við á. Tveggja skammta grunnbólusetning með bóluefninu er nú þegar samþykkt hjá einstaklingum 5 ára og eldri, en örvunarskammtur hjá 18 ára og eldri. 

Örvunarskammtar eru gefnir þeim sem lokið hafa grunnbólusetningu í þeim tilgangi að endurvekja vörn af bóluefni þegar hún hefur minnkað. Sérfræðinganefndin mat fyrirliggjandi gögn nægjanleg til að hægt væri að álykta að ónæmissvar unglinga við örvunarskammti væri hið minnsta jafn gott og hjá fullorðnum. Engin ný atriði sem varða öryggi komu fram í gögnunum. 

Von er á frekari gögnum úr rannsóknum og greiningum á notkun hjá unglingum á næstu mánuðum. Verða gögnin tekin til skoðunar og mats eftir því sem þau koma fram, og viðeigandi ráðstafanir gerðar eftir þörfum. 

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 6. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat