COVID-19: Mat hafið á barksteranum dexametasón

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur nú niðurstöður RECOVERY rannsóknarinnar. Í henni var m.a. til skoðunar hvaða áhrif notkun dexametasóns hefði, sem viðbót við hefðbundna umönnun hjá fullorðnum COVID-19 sjúklingum á sjúkrahúsi. Áhrif viðbótar dexametasóns voru metin hjá sjúklingum sem ekki fengu súrefnisgjöf, þeim sem fengu súrefnisgjöf (t.d. um grímu) og þeim sem fengu öndunaraðstoð með öndunarvél (e. invasive mechanical ventilation).

Dánartíðni var skráð í 28 daga eftir að meðferð með dexametasóni var hafin. Bráðabirgðaniðurstöður í samanburði við hefðbundna meðferð eingöngu eru:

  • að viðbótarmeðferð með dexametasóni lækkaði ekki dánartíðni hjá sjúklingum sem ekki fengu súrefnisgjöf,
  • að viðbótarmeðferð með dexametasóni minnkaði dánartíðni sjúklinga sem fengu súrefnisgjöf um 20%,
  • að viðbótarmeðferð með dexametasóni minnkaði dánartíðni sjúklinga sem fengu öndunaraðstoð með öndunarvél um 35%.

EMA mun tilkynna um endanlegar niðurstöður matsins þegar þær liggja fyrir.

Hvað er dexametasón?

Dexametasón er barksteri sem hefur verið notaður um árabil til meðferðar ýmissa sjúkdóma, svo sem bólgusjúkdóma, ofnæmis, sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameins.

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat