COVID-19 – notkun remdesivírs af mannúðarástæðum verði víðtækari

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hefur mælst til þess að skilyrði fyrir notkun remdesivírs af mannúðarástæðum verði víðtækari þannig að fleiri sjúklingar með alvarlegan COVID-19 sjúkdóm geti hlotið meðferð. Þessi nýju tilmæli byggja á bráðabirgðaniðurstöðum NIAID-ACTT rannsóknarinnar sem benda til ávinnings af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem eru á sjúkrahúsi vegna alvarlegs COVID-19 sjúkdóms. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur nú um stundir gögn rannsóknarinnar í sérstöku flýtimati á lyfinu sem áður hefur verið greint frá.

Frekari upplýsingar um málið má finna í samantekt um notkun remdesivírs af mannúðarástæðum og skilyrðum fyrir slíkri notkun.

Frétt EMA um málið

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat