COVID-19: Þriðji opni fundur Lyfjastofnunar Evrópu um bóluefni næstkomandi föstudag

Almenningi býðst að fylgjast með fundinum á vef stofnunarinnar

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) stendur fyrir þriðja opna fundinum um bóluefni gegn COVID-19 föstudaginn 26. mars kl. 12:00-14:15 að íslenskum tíma. Fundinum verður streymt á vef stofnunarinnar. Hér er tengill á beina útsendingu frá fundinum.

Upplýsingum miðlað um stöðu mála

Sérfræðingar EMA munu miðla nýjum upplýsingum um þau fjögur bóluefni sem þegar hafa verið samþykkt til notkunar, þ.á.m. hvernig stöðugt er fylgst með öryggi þeirra þegar þau hafa verið tekin í notkun. Einnig verður talað um þau bóluefni sem nú eru metin hjá stofnuninni, og um ráðgjöf til lyfjafyrirtækja varðandi þróun bóluefna með tilliti til nýrra afbrigða veirunnar.

Boðið er upp á að senda athugasemdir og fyrirspurnir á netfangið [email protected] meðan á fundinum stendur. Rétt er að benda á að með því að senda erindi samþykkir viðkomandi eftirfarandi:

  • vinnslu persónuupplýsinga er samkvæmt reglum EMA um persónuvernd,
  • að EMA verði heimilt að birta innsendar athugasemdir nafnlaust á vef sínum að fundi loknum. Sá sem ekki vill að athugasemdir hans birtist, jafnvel nafnlaust, skal taka það fram í tölvupóstinum.

Dagskrá fundarins

Síðast uppfært: 24. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat