COVID-19: Upplýsingasíða um rannsóknir óháðra sérfræðinga

Á síðunni eru upplýsingar um sérstakar rannsóknir á tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Tveimur þeirra er lokið, unnið er að þeirri þriðju

Birt hefur verið á vef Lyfjastofnunar upplýsingasíða þar sem greint er frá sérstökum rannsóknum á tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Síðan er sett upp til að auðvelda aðgengi að þessum upplýsingum.

Rannsóknirnar eru unnar að beiðni forstjóra Lyfjastofnunar, landlæknis og sóttvarnalæknis og miðuðu að því að að gaumgæfa nokkur tilvik tilkynntra alvarlegra aukaverkana. Fengnir voru óháðir sérfræðingar á því sviði sem tilkynningarnar sneru að, og þess freistað þess varpa ljósi á hvort um orsakasamhengi hinna alvarlegu tilvika og bóluefnanna væri að ræða eða ekki. Þetta var gert í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða, bóluefni sem gefin hafa verið fleirum á stuttum tíma en dæmi eru um áður.

Fyrsta rannsóknin fór fram í ársbyrjun 2021 og sneri að tilkynningum um andlát og alvarleg veikindi og vörðuðu aldrað fólk á hjúkrunarheimilum. -Í annarri rannsókninni voru metnar tilkynningar um andlát og blóðtappa. Rannsóknin fór fram frá 20. maí til 11. júní 2021. -Tilkynnt var um þriðju rannsóknina 6. ágúst sl. en hún snýr að tilkynningum um röskun á tíðahring. Niðurstöðu er að vænta undir lok ágústmánaðar.

Síðast uppfært: 19. ágúst 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat