Drög að frumvarpi til laga um dýralyf til umsagnar

Umsagnarfrestur er til 2. nóvember nk.

Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um dýralyf. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um dýralyf og innleiðir tvær reglugerðir Evrópusambandsins.

Umsagnarfrestur er 19. október – 2. nóvember 2021 og verða allar umsagnir sem berast birtar jafnóðum í samráðsgátt stjórnvalda.

Nánari upplýsingar um málið er að finna í samráðsgáttinni.

Síðast uppfært: 19. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat