Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um dýralyf. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um dýralyf og innleiðir tvær reglugerðir Evrópusambandsins.
Umsagnarfrestur er 19. október – 2. nóvember 2021 og verða allar umsagnir sem berast birtar jafnóðum í samráðsgátt stjórnvalda.