Ekki hamstra lyf!

Lyfjastofnun vinnur hörðum höndum að því að tryggja lyfjabirgðir á landinu nú um stundir. Sú vinna gengur vel og er Lyfjastofnun þakklát þeim ótalmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í þeirri vinnu um land allt.

Það er þó þannig að gjörðir almennings hafa mest um það að segja hvort lyfjabirgðir hérlendis verði í hættu meðan COVID-19 gengur yfir. Ef sjúklingar og almenningur kaupa lyf í óhófi getur það leitt til tímabundins lyfjaskorts hjá öðrum einstaklingum með ófyrirséðum afleiðingum. Látum það ekki gerast. Stöndum saman. Ekki hamstra lyf!

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat